Knattspyrnudeild ÍBV hefur gert samning við serbneska miðjumanninn Milan Tomic. Hann kemur til ÍBV frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild í heimalandinu.
Tomic, sem er 24 ára, hefur mest leikið í Serbíu en hann á þó einnig leiki með Brera í efstu deild Norður-Makedóníu.
Serbinn er fjórði leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín fyrir komandi tímabil. Arnór Ingi Kristinsson, Omar Sowe og Mattias Edeland hafa einnig samið við Eyjamenn.
Edeland var tilkynntur í dag og hin bandaríska Ally Clark var tilkynnt sem nýr leikmaður kvennaliðsins í gær og er nóg að gera á skrifstofunni í Vestmannaeyjum.