ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Ally Clark um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.
Clark er 23 ára gömul og fjölhæfur sóknarleikmaður sem kemur frá Apollon Limassol, meistaraliði Kýpur, en hún lék með liðinu í fyrstu umferðum Meistaradeildarinnar í haust. Síðasta vetur lék hún tíu leiki og skoraði eitt mark með OB í dönsku úrvalsdeildinni.
ÍBV féll úr Bestu deildinni haustið 2023 og hafnaði í sjötta sæti 1. deildar á þessu ári.
Þá hefur lettneska landsliðskonan Viktorija Zaicikova framlengt samning sinn við ÍBV til tveggja ára en hún hefur leikið með Eyjaliðinu frá árinu 2021 og skorað 15 mörk í 74 deildaleikjum.