Sænskur varnarmaður, Mattias Edeland, er genginn til liðs við Eyjamenn sem verða nýliðar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta keppnistímabili.
Edeland er 25 ára gamall og kemur frá Stocksund í sænsku C-deildinni en hann hefur leikið með fleiri liðum í neðri deildum Svíþjóðar.
Hann spilaði 27 af 30 leikjum Stocksund í deildinni í ár og skoraði eitt mark. Það var hans þriðja tímabil með liðinu en áður lék hann með Trosa-Vagnhärad og Huddinge í sænsku D-deildinni.