Knattspyrnumennirnir Daði Ólafsson og Emil Ásmundsson hafa báðir framlengt samninga sína við Fylki.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en bæði Daði framlengdi samning sinn til næstu tveggja ára á meðan Emil skrifaði undir eins árs framlengingu.
Daði, sem er þrítugur, lék tvo leiki með liðinu í Bestu deildinni í sumar en alls á hann að baki 94 leiki í efstu deild og sex mörk.
Emil, sem er 29 ára gamall, lék 17 leiki í Bestu deildinni og skoraði í þeim þrjú mörk en alls á hann að baki 83 leiki í efstu deild með Fylki og KR þar sem hann hefur skorað 10 mörk.
Fylkismenn höfnuði í 12. og neðsta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og leika því í 1. deildinni næsta sumar.