Damir samdi við asíska félagið

Damir Muminovic hefur verið einn sterkasti varnarmaður Bestu deildarinnar undanfarin …
Damir Muminovic hefur verið einn sterkasti varnarmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knatt­spyrnumaður­inn Damir Mum­in­ovic, sem hef­ur leikið með Breiðabliki und­an­far­in tíu ár, er bú­inn að ganga frá samn­ingi við DPMM frá Asíu­rík­inu Brúnei og leik­ur með því frá ára­mót­um og fram á næsta sum­ar.

Damir staðfesti þetta við mbl.is en hann hef­ur verið í sam­bandi við fé­lagið und­an­farna mánuði. DPMM til­kynnti strax í ág­úst að hann væri vænt­an­leg­ur til fé­lags­ins í des­em­ber.

DPMM, eða Duli Pengir­an Muda Mah­kota, leik­ur í úr­vals­deild­inni í ná­granna­rík­inu Singa­púr í suðaust­ur­hluta Asíu og er þar í sjötta sæti af níu liðum þegar keppn­in er hálfnuð. Liðið hef­ur spilað 18 leiki af 32 á tíma­bil­inu, sem lýk­ur í lok maí.

Deild­in hef­ur verið í vetr­ar­fríi frá 2. nóv­em­ber en fer aft­ur af stað 13. janú­ar.

Damir er fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem leik­ur sem at­vinnumaður í þess­ari deild. Hann kveður Blikana sem Íslands­meist­ari, bæði í ár og 2022, og hef­ur verið lyk­ilmaður í varn­ar­leik þeirra um ára­bil. Þá hef­ur Damir, sem er 34 ára gam­all, leikið sex A-lands­leiki, alla á ár­un­um 2022 og 2023.

Tveir aðrir Evr­ópu­bú­ar eru leik­menn DPMM, makedónski markvörður­inn Kristij­an Nau­movski og portú­galski kant­maður­inn Migu­el Oli­veira. Fyr­ir utan leik­menn frá Ástr­al­íu og Bras­il­íu eru all­ir aðrir í leik­manna­hópn­um frá Brúnei, sem er á eyj­unni Borneó og liðið flýg­ur þaðan í alla úti­leiki í Singa­púr.

Varalið DPMM leik­ur í efstu deild­inni í Brúnei og hef­ur unnið alla leiki sína þar á yf­ir­stand­andi tíma­bili.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert