Skrifaði undir fyrsta samninginn í Víkinni

Birgitta Rún Yngvadóttir og þjálfarinn John Andrews.
Birgitta Rún Yngvadóttir og þjálfarinn John Andrews. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnukonan Birgitta Rún Yngvadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking úr Reykjavík.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Birgitta Rún, sem er fædd árið 2007, er uppalin í Fossvoginum.

Hún kom við sögu í tveimur leikjum liðsins í Bestu deildinni í sumar þar sem Víkingar, sem voru nýliðar í deildinni, höfnuðu í þriðja sætinu.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Birgittu innilega til hamingju með sinn fyrsta samning og við hlökkum til að sjá meira af henni á Heimavelli Hamingjunnar,“ segir meðal annars í tilkynningu Víkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert