Ísland með sjötta yngsta liðið

Íslenska landsliðið sem vann Svartfjallaland 2:0 í Niksic í nóvember.
Íslenska landsliðið sem vann Svartfjallaland 2:0 í Niksic í nóvember. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland er með sjötta yngsta karlalandslið Evrópu í fótbolta, samkvæmt útreikningum CIES Football Observatory.

Þegar meðalaldur liðanna sem þjóðirnar tefldu fram í landsleikjum ársins 2024 er reiknaður út kemur í ljós að meðalaldurinn í liði Íslands er 26,1 ár. 

San Marínó er með yngsta landslið álfunnar en þar er meðalaldurinn 24,31 ár. Þar fyrir ofan eru Norður-Írland (24,39), Eistland (25,82), Úkraína (25,83) og Noregur (26,01), en síðan kemur Ísland.

Svartfjallaland er hins  vegar með elsta liðið en þar er meðalaldurinn 28,94 ár. Síðan koma Slóvakía (28,92), Sviss (28,79), Skotland (28,66) og Kasakstan (28,57).

Á heimsvísu er Perú með elsta landsliðið og það eina þar sem meðalaldur er yfir þrítugu, eða 30,38 ár. Þar á eftir koma Íran (29,75), Síle (29,53), Kúveit (29,34) og Barein (29,30).

Caymen-eyjar eru með yngsta landslið heims (23,05) og þar fyrir ofan eru Púertó Ríkó (23,34) og Tsjad (23,43).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert