Öflugur liðsstyrkur í Úlfarsárdal

Vuk Oskar skrifaði undir tveggja ára samning.
Vuk Oskar skrifaði undir tveggja ára samning. Ljósmynd/Fram

Vuk Oskar Dimitrijevic hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Vuk kemur til Fram frá FH þar sem hann hefur verið frá 2021 en samningur hans rann út eftir tímabilið. 

Hann er 23 ára sóknarsinnaður leikmaður og hefur spilað 79 leiki í Bestu deild og skorað í þeim 10 mörk. Vuk er uppalinn í Leikni í Reykjavík og lék í fjögur ár með Leiknismönnum í meistaraflokki áður en hann fór til FH. 

„Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við leikmanninn og er tilhlökkunin mikil að sjá hann í fyrsta sinn í fallegu bláu treyjunni,“ segir í tilkynningu Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka