Fyrirliðinn tekur slaginn í fyrstu deild

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur.
Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið sem gildir til næstu tveggja ára, út tímabilið 2026.

Kristrún Ýr, sem er 29 ára gömul, hefur leikið með Keflavík allan sinn feril og á að baki 91 leik í efstu deild þar sem hún hefur skorað fimm mörk auk 89 leikja í 1. deild, þar sem mörkin eru fjögur. Hún er leikjahæst í sögu Keflavíkur í efstu deild.

Keflavík féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og leikur því í 1. deild á því næsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert