„Ég fór út til þeirra á reynslu og ég og Rúrik [Gíslason] fengum samningstilboð frá þeim eftir fyrstu æfinguna,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.
Arnór hóf atvinnumannaferilinn hjá Heerenveen í Hollandi, þá 15 ára gamall, en hann lék með hollenska liðinu í sex ár.
„Mér leist mjög vel á verkefnið og það sem þeir ætluðu að gera fyrir mig,“ sagði Arnór.
„Ég ákvað að stökkva á þetta og fer einn út. Ég bjó hjá æðislegri fjölskyldu þar sem helmingurinn af húsinu var kjötbúð. Bílskúrinn var í raun sláturhús og kallinn var bara þar að slátra.
Það var erfitt að flytja út 15 ára gamall en það hjálpaði mikið að koma inn í þessa fjölskyldu,“ sagði Arnór meðal annars.
Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.