Sveindís Jane frumsýndi kærastann

Rob Holding, sem leikur í dag með Crystal Palace, og …
Rob Holding, sem leikur í dag með Crystal Palace, og Sveindís Jane Jónsdóttir. Ljósmynd/Tim Nwachukwu/Arnþór Birkisson

Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir frumsýndi kærasta sinn Rob Holding á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum.

Sveindís Jane, sem er 23 ára gömul, er samningsbundin Wolfsborg í Þýskalandi en Holding, sem er 29 ára gamall, er samningsbundinn Crysta Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Holding er uppalinn hjá Bolton en gekk til liðs við Arsenal árið 2016 og lék með liðinu í sjö ár áður en hann gekk til liðs við Crystal Palace, sumarið 2023.

Miðvörðurinn er lék 162 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim fimm mörk en hann hefur komið við sögu í einum leik með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert