Áhugaverðir andstæðingar Íslands í undankeppni HM

Íslenska liðið er í þriðja styrkleikaflokki.
Íslenska liðið er í þriðja styrkleikaflokki. mbl.is/Eyþór Árnason

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í D-riðli undankeppni HM 2026 en dregið var í riðla í höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss í dag.

Ísland mætir annaðhvort Frakklandi eða Króatíu úr styrkleikaflokki eitt, Úkraínu úr styrkleikaflokki tvö og loks Aserbaídsjan úr styrkleikaflokki fjögur.

Frakkland og Króatía mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars en sigurvegarinn úr einvíginu verður í riðli með Íslandi sem var í styrkleikaflokki þrjú þegar dregið var í riðlana.

Ísland hefur leik í september

Keppni í fjögurra liða riðlinum hefst í september á næsta ári en keppni í fimm liða riðlunum hefst í mars.

Leikir íslenska liðsins í undankeppninni fara því fram í september, október og nóvember á næsta ári en sigurvegarinn í riðlinum tryggir sér sæti á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil um fjögur síðustu Evrópusætin.

Alls verða 16 liða frá Evrópu í lokakeppninni, sem fram fer í Kanada, Mexíkó og Bandaríkjunum, af 48 liðum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Drátturinn í undankeppni HM 2026 opna loka
kl. 12:00 Textalýsing L-riðill: Frakkland/Króatía, Tékkland. Svartfjallaland, Færeyjar, Gíbraltar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert