Án tveggja lykilmanna í lokaleiknum

Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík verður án tveggja lykilmanna þegar liðið heimsækir austurríska liðið LASK í lokaumferð Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á fimmtudaginn kemur.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, staðfesti í samtali við mbl.is eftir 2:1-tap liðsins gegn Djurgården í gær á Kópavogsvelli að Aron Elís Þrándarson yrði ekki með Víkingum í Austurríki.

Þá greindi Arnar frá því í samtali við fótbolta.net að Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar yrði ekki klár í slaginn fyrir ferðalagið til Austurríkis en hann var fjarri góðu gamni í gær vegna meiðsla.

Víkingar eru með 7 stig í 19. sæti Sambandsdeildarinnar en liðin í 1.-8. sæti fara áfram í 16-liða úrslit keppninnar á meðan liðin í 9.-24. sæti fara í umspil.

Víkingar þurfa að öllum líkindum að fá eitthvað út úr leiknum gegn LASK, ætli þeir sér áfram í umspilið, en gætu þó komist áfram þó þeir tapi leiknum. Það myndi þá velta á úrslitum annarra leikja.

Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert