Úr Árbænum í uppeldisfélagið

Mist Funadóttir er komin aftur til Þróttar.
Mist Funadóttir er komin aftur til Þróttar. Ljósmynd/Þróttur

Knattspyrnukonan Mist Funadóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Þrótt úr Reykjavík á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl hjá Fylki. Skrifaði Mist undir þriggja ára samning í Laugardalnum.

Mist er 21 árs vinstri bakvörður sem hefur leikið 34 leiki í efstu deild og skorað eitt mark og sömuleiðis 34 leiki í næst efstu deild og skorað í þeim eitt mark.

Þar af lék hún 20 leiki og skoraði eina mark sitt í efstu deild fyrir Fylki í Bestu deildinni á síðasta ári, þegar Árbæjarliðið féll.

Þá lék Mist með U23 ára landsliði Íslands gegn Finnlandi í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert