Víkingar hafa brugðist við frétt enska götublaðsins The Sun sem sendi þeim háðsglósur vegna aðstöðunnar á Kópavogsvelli, þar sem Víkingar leika heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í fótbolta.
Á Facebook-síðu The Sun var grínast með að Víkingar yrðu að spila alla heimaleiki sína fyrr um dag þar sem þeir væru ekki með flóðljós.
Víkingar hafa nú svarað með færslu á samfélagsmiðlum þar sem þeir segja:
Í ljósi nýjustu frétta frá The Sun þá teljum við óumflýjanlegt að tilkynna um áætlanir félagsins varðandi flóðljós á heimavelli okkar.
Síðustu mánuði hefur þrotlaus vinna verið í gangi til að nýta orkuna úr norðurljósunum sem orkugjafa fyrir flóðljós vallarins. Vísindasamfélagið telur lausnina vera í sjónmáli og því gleður það okkur að tilkynna að hér er samþykkt teikning af væntri framtíðarlausn á þessu leiðinda vandamáli.
Enn er unnið að lausn á því að færa markið til vinstri á myndinni til móts við markið hægra megin á myndinni. Við erum vongóð að sú lausn finnist fljótlega.
Í ljósi nýjustu frétta frá The Sun þá teljum við óumflýjanlegt að tilkynna um áætlanir félagsins varðandi flóðljós á heimavelli okkar.
— Víkingur (@vikingurfc) December 13, 2024
Síðustu mánuði hefur þrotlaus vinna verið í gangi til að nýta orkuna úr Norðurljósunum sem orkugjafa fyrir flóðljós vallarins. Vísindasamfélagið… pic.twitter.com/2fNr2rnDlr