Knattspyrnumennirnir Silas Songani og Benjamin Schubert hafa báðir skrifað undir nýjan eins árs samning við Vestra.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en liðið hefur misst þónokkra leikmenn síðan að tímabilið kláraðist.
Silas, sem er 35 ára gamall kantmaður, er á leið á sitt fjórða tímabil með Vestra en hann á 11 leiki að baki fyrir landslið Simbabve.
Hann var í stóru hlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk í 22 leikjum. Alls á hann 59 deildarleiki að baki hérlendis með Vestra en lék áður m.a. í bæði Danmörku og Noregi.
Schubert, sem er frá Danmörku, 28 ára gamall, kom um mitt sumar og var varamarkvörður hjá liðinu. Hann lék aðeins einn leik sem endaði með jafntefli gegn KR, 2:2. Schubert lék síðast í Suður-Afríku en einnig í Færeyjum eftir að hann yfirgaf Danmörku.