Ísland dróst í A-riðil með gestgjöfum Sviss, Noregi og Finnlandi á EM 2025 sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í Lausanne í Sviss rétt í þessu.
Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og eru möguleikarnir á því að komast áfram í átta liða úrslit mjög góðir fyrir íslenska liðið.
Raunar mega öll fjögur liðin una sátt við dráttinn og líta til þess að eiga möguleika á því að reita stig af hverju öðru.
Ísland slapp við þrjú mun sterkari lið úr efsta styrkleikaflokki og forðaðist sömuleiðis Holland og Svíþjóð úr þriðja styrkleikaflokki.
D-riðill er sannkallaður dauðariðill þar sem Frakkland, England og Holland munu etja kappi. Wales var svo óheppið að dragast í riðil með þeim og getur ekki talist líklegt til afreka.
Drátturinn í heild sinni:
A-riðill: Sviss, Ísland, Noregur, Finnland.
B-riðill: Spánn, Ítalía, Belgía, Portúgal.
C-riðill: Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð, Pólland.
D-riðill: Frakkland, England, Holland, Wales.
Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu.