Norðmenn eru mjög ánægðir með riðil kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Sviss næsta sumar.
Noregur dróst á móti gestgjöfum Sviss, Íslandi og Finnlandi í A-riðli mótsins en hvert lið getur verið sátt við sinn drátt.
„Þetta er best drátturinn sem við hefðum getað fengið, alveg ótrúlega góður dráttur,“ sagði Carl-Erik Torp sem er sérfræðingur hjá norska ríkisútvarpinu.