Knattspyrnumaðurinn Tómas Bent Magnússon er genginn til liðs við Vals en hann skrifar undir þriggja ára samning hjá félaginu.
Tómar Bent kemur til Vals frá uppeldisfélaginu ÍBV. Hann var í stóru hlutverki í Eyjaliðinu sem komst upp í deild þeirra bestu í sumar.
Tómas Bent er miðjumaður að upplagi en hann skoraði þrjú mörk í 18 leikjum með ÍBV í 1. deildinni á síðasta tímabili.