„Ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf“

Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

„Ég get ekki sagt neitt annað en að þjálf­ara­leit­in gangi vel,“ sagði Þor­vald­ur Örlygs­son, formaður KSÍ, í sam­tali við mbl.is.

For­ráðamenn Knatt­spyrnu­sam­bands­ins vinna nú hörðum hönd­um að því að ráða nýj­an þjálf­ara fyr­ir karla­landslið Íslands en Norðmaður­inn Åge Harei­de lét af störf­um sem þjálf­ari liðsins í nóv­em­ber eft­ir að hafa stýrt liðinu frá því í apríl á síðasta ári.

„Við höf­um gefið okk­ur góðan tíma í að vinna þetta, bæði ég, vara­for­menn­irn­ir og stjórn­in. Það eru ýms­ir mögu­leik­ar í stöðunni og við höf­um fengið um­sókn­ir frá góðu fólki. Við erum búin að velta þessu mjög vel fyr­ir okk­ur síðustu daga,“ sagði Þor­vald­ur.

Staðan ekki aug­lýst

Hafa marg­ir sótt um starfið?

„Ég veit ekki hvað er hægt að flokka sem mikið magn af um­sókn­um en við höf­um alla­vega ekki farið í það að aug­lýsa stöðuna og við mun­um ekki gera það. Við höf­um áður gefið það út að við ætluðum alltaf að taka okk­ur tíma í þetta en að það þyrfti samt sem áður að vinna þetta hratt.

Við erum kom­in á góðan stað í dag en mér finnst ólík­legt að við fáum nýj­an þjálf­ara í jóla­gjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára inn­an­húss, um það hvernig við sjá­um þetta fyr­ir okk­ur og hvernig mann­eskju við erum að leita að. Ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að lín­ur verði farn­ar að skýr­ast eft­ir tvær til þrjár vik­ur.“

Eng­inn boðaður í viðtal

Arn­ar Gunn­laugs­son og Freyr Al­ex­and­ers­son hafa báðir verið sterk­lega orðaðir við þjálf­ara­stöðuna og þá hef­ur Norðmaður­inn Per-Mat­hi­as Hög­mo einnig verið orðaður við starfið að und­an­förnu.

„Það hafa mörg nöfn verið nefnd til sög­unn­ar í fjöl­miðlum en það hef­ur eng­inn verið boðaður í viðtal enn sem komið er. Við höf­um rætt við fólk í kring­um okk­ur og inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og svo kem­ur að þeim tíma­punkti að við för­um í það að ræða beint við mögu­lega þjálf­ara.

Mér finnst það vera skylda okk­ar að leita fyrst inn­an land­stein­anna enda er til mikið af góðum ís­lensk­um þjálf­ur­um. Það er alltaf kost­ur og í drauma­heimi vilj­um við ráða þjálf­ara úr okk­ar upp­eld­is­starfi. Það er hins veg­ar ekk­ert úti­lokað held­ur að er­lend­ur þjálf­ari verði ráðinn.

Við mun­um ræða við þrjá til fjóra þjálf­ara og mynda okk­ur svo skoðanir út frá þeim viðtöl­um. Eins og ég kom inn á áðan væri frá­bært ef næsti landsliðsþjálf­ari yrði Íslend­ing­ur en stund­um er það ein­fald­lega ekki hægt,“ bætti Þor­vald­ur við í sam­tali við mbl.is.

Åge Hareide.
Åge Harei­de. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert