Ekki henda þessu frá okkur í einhverja þvælu

Víkingar mæta LASK í Austurríki í kvöld klukkan 20.
Víkingar mæta LASK í Austurríki í kvöld klukkan 20. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn þurfi að vera við öllu búnir í leiknum gegn LASK í Austurríki í kvöld en þar ræðst hvort liðið komist í umspil Sambandsdeildar karla í fótbolta.

Spurður hvernig Víkingar hygðust nálgast leikinn sagði Arnar við Morgunblaðið:

„Bara ekkert ósvipað og úti í Armeníu, að vera með svolítið svipað plan og var í gangi þar,“ sagði Arnar og vísaði til markalauss jafnteflis gegn Noah í þarsíðustu umferð.

„Vera sterkir í varnarleiknum og reyna samt að gera okkar til þess að vinna leikinn. Ekki henda þessu frá okkur í einhverja þvælu og virða útivöllinn.

Það gæti líka mögulega verið þannig að ef við töpum leiknum þá þyrftum við að gæta þess að tapa honum ekki með allt of miklum mun. Það er fullt af hættulegum sviðsmyndum.

Ég held að það sé best að reyna að halda okkur við það sem við erum góðir í að gera og vera með betri einbeitingu en við vorum með fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik á móti Djurgården, sem voru mjög slakar af okkar hálfu,“ sagði Arnar en Víkingur tapaði 2:1 fyrir sænska liðinu í síðustu umferð.

Viðtalið við Arnar í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert