Framlengdi við nýliðana

Elmar Kári Enesson Cogic í leik með Aftureldingu.
Elmar Kári Enesson Cogic í leik með Aftureldingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elmar Kári Enesson Cogic hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt Aftureldingu, sem leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2026.

Elmar Kári er 22 ára kantmaður sem hóf að spila með meistaraflokki Aftureldingar árið 2020 og hefur leikið með liðinu allar götur síðan.

Hann hefur skorað 37 mörk í 84 leikjum í næstefstu deild auk þess að hafa skorað sjö mörk í átta bikarleikjum.

„Afturelding fagnar því að Elmar hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann í Bestu deildinni í Mosfellsbæ næsta sumar!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Aftureldingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert