Það ríkir mikil spenna fyrir nýjum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Norðmaðurinn Åge Hareide lét af störfum í lok nóvember og hafa margir þjálfarar verið orðaðir við starfið.
Nýr þjálfari hoppar beint út í djúpu laugina því fram undan eru umspilsleikir við Kósovó í mars og svo hefst undankeppni HM 2026 strax í september á næsta ári en undankeppnin verður öll leikin næsta haust.
Ég var ekki mjög gamall þegar lokakeppni HM fór fram í Bandaríkjunum árið 1994 en samt man ég mjög vel eftir mótinu, sem Brasilía vann í vítakeppni.
Lokakeppnin árið 2026 verði sú stærsta frá upphafi þar sem 48 þjóðir mæta til leiks en lokakeppnin fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
Íslenska landsliðið er mjög spennandi lið í dag.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.