Sigurgleðin í Víkingsklefanum (myndskeið)

Ari Sigurpálsson fagnar eftir að hafa skorað mark Víkinga í …
Ari Sigurpálsson fagnar eftir að hafa skorað mark Víkinga í Linz í kvöld. Ljósmynd/Víkingur

Víkingar höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir leik þeirra gegn LASK í Sambandsdeild karla í fótbolta í Linz í Austurríki í kvöld.

Jafnteflið, 1:1, gulltryggði þeim sæti í umspilinu um að komast í sextán liða úrslit keppninnar og þeir halda því áfram keppni í febrúar en fá staðfest á morgun hverjir mótherjarnir eru.

Víkingarnir fögnuðu vel í búningsklefanum eftir leik eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert