Þrír sem vantar hjá Víkingi

Aron Elís Þrándarson í leik Víkings og Borac Banja Luka …
Aron Elís Þrándarson í leik Víkings og Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingar eru án þriggja leikmanna fyrir leikinn mikilvæga gegn LASK í Sambandsdeild karla í fótbolta sem hefst í Linz í Austurríki klukkan 20 í kvöld.

Aron Elís Þrándarson meiddist í leiknum gegn Djurgården fyrir viku síðan og er ekki með í kvöld. Gunnar Vatnhamar og Pablo Punyed eru áfram meiddir og koma ekki inn í hópinn.

„Það er náttúrlega ekki gott mál þar sem þetta eru okkar stærstu póstar. Það býr samt til tækifæri fyrir aðra. Mér finnst alltaf vera einhverjir sterkir póstar frá hjá okkur, í hverjum einasta leik.

Hópurinn er búinn að gera þetta ótrúlega vel í sumar, haust og vetur. Við verðum með mjög gott lið og góða stráka á bekknum,“ sagði Arnar við Morgunblaðið.

Viðtalið við Arnar í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert