Albert mótherji Víkings á Kópavogsvelli?

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina gerðu jafntefli við Vitoria …
Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina gerðu jafntefli við Vitoria í Portúgal í gærkvöld og enduðu í 3. sætinu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Ljósmynd/Fiorentina

Albert Guðmundsson og samherjar hans í ítalska liðinu Fiorentina gætu orðið andstæðingar Víkinga, takist þeim að komast í gegnum umspilið í Sambandsdeild karla í fótbolta.

Eins og fram kom í gærkvöld munu Víkingar annaðhvort mæta Panathinaikos frá Grikklandi, með Sverri Inga Ingason innanborðs, eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu í umspilinu í febrúar.

Dregið verður í hádeginu í dag og þá kemur í ljós hvoru liðanna Víkingar mæta.

Borac Banja Luka frá Bosníu er fjórða liðið í þessum hópi, og þau tvö af þessum fjórum liðum sem komast í gegnum umspilið mæta annaðhvort Fiorentina eða Rapid Vín frá Austurríki í sextán liða úrslitum keppninnar dagana 6. og 13. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert