Víkingar eiga mikið hrós skilið fyrir einstaka frammistöðu í Evrópumótum karla í fótbolta á þessu tímabili.
Þeir hafa náð lengra en nokkurt annað íslenskt karlalið í sögunni og enn sér ekki fyrir endann á ævintýrinu sem nær í það minnsta fram í febrúar.
Víkingar hafa nú þegar tryggt sér um 816 milljónir króna í greiðslur frá UEFA vegna frammistöðunnar en síðan er ferðakostnaður og annar kostnaður við keppnina að sjálfsögðu dreginn frá.
Þegar íslenskt íþróttafélag fær slíkar tekjur fer eflaust hrollur um einhverja. Geta Víkingar með þessu byggt upp óvinnandi stórveldi til langs tíma, eins og t.d. Rosenborg gerði í Noregi á sínum tíma og mörg félög í Austur-Evrópu hafa náð að gera eftir að hafa komist í álnir í Evrópumótum?
En með frammistöðunni hafa Víkingar hækkað rána fyrir önnur íslensk lið.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.