Snýr aftur heim

Guðmunda Brynja Óladóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim.
Guðmunda Brynja Óladóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim. Ljósmynd/Selfoss

Fyrrum landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir er aftur gengin til liðs við Selfoss sem spilar í 2. deild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili.

Guðmunda gerir eins árs samning við liðið sem hefur fallið úr tveimur deildum á jafn mörgum árum.

Hún kemur til liðsins frá HK í næstefstu deild en hún skoraði níu mörk í 17 leikjum á síðasta tímabili. Guðmunda hefur spilað 149 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 65 mörk og á að baki 15 A-landsleiki.

Guðmunda hóf sinn meistaraflokksferil með Selfyssingum árið 2009 og hefur spilað 130 leiki fyrir félagið í deild og bikar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka