Framherjinn öflugi Murielle Tiernan hefur framlengt samning sinn við knattspyrnufélagið Fram sem spilar í Bestu deild kvenna á næsta tímabili.
Murielle kom til Fram fyrir síðasta tímabil og var lykilleikmaður liðsins sem lenti í öðru sæti í næstefstu deild og komst upp í Bestu.
Hún var markahæsti leikmaður liðsins með 13 mörk í 18 leikjum og framlengdi samning sinn til 2025.
Hún hefur spilað 37 leiki í Bestu deild með Tindastól þar sem hún skoraði 10 mörk.
Á sjö árum hér á landi hefur Murielle skorað 111 mörk í 120 leikjum í þremur efstu deildum Íslandsmótsins.