Tvöfaldur liðstyrkur á Nesið

Kristófer Dan Þórðarson
Kristófer Dan Þórðarson Ljósmynd/Grótta

Knattspyrnudeild Gróttu hefur fengið til sín leikmennina Benedikt Þór Viðarsson og Kristófer Dan Þórðarson.

Benedikt er uppalinn Gróttumaður en hefur verið í herbúðum KR og Vals síðustu ár. Hann er 17 ára og hefur skorað eitt mark í sex leikjum í 4. deild með KH.

Kristófer, sem er 24 ára, skoraði níu mörk í 15 leikjum með ÍH í 3. deild á síðustu leiktíð og þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Reyni úr Sandgerði í 2. deild. Hann er uppalinn hjá FH.

Grótta leikur í 2. deild á komandi tímabili en liðið féll úr 1. deildinni á því síðasta.

Benedikt Þór Viðarsson
Benedikt Þór Viðarsson Ljósmynd/Grótta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert