Knattspyrnumaðurinn Árni Salvar Heimisson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá ÍA.
Árni, sem er 21 árs, er uppalinn hjá ÍA og hefur alls leikið 57 leiki með félaginu. Hann spilar aðallega sem hægri bakvörður en hann getur einnig leyst stöðu miðvarðar og miðjumanns.
„Ég er mjög ánægður að fá Árna til liðs við okkur. Hann er mjög kraftmikill og baráttuglaður bakvörður. Þetta er frábær karakter og ég hlakka til að vinna með honum á komandi ári hjá Grindavík,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu.