Axel Freyr í stað Axels Freys

Axel Freyr Ívarsson ásamt þjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni.
Axel Freyr Ívarsson ásamt þjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni. Ljósmynd/Fjölnir

Fjölnir hefur samið við knattspyrnumanninn Axel Frey Ívarsson um að leika með liðinu næstu þrjú ár.

Axel Freyr, sem er 19 ára gamall, kemur frá Kára þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil.

Fjölnir missti á dögunum nafna hans Axel Frey Harðarson til Leiknis í Reykjavík en Axel Freyr Ívarsson er fyrsti leikmaðurinn sem Fjölnir semur við fyrir næsta tímabil.

Fjölnir leikur í 1. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert