Knattspyrnufólkið Karl Friðleifur Gunnarsson og Selma Dögg Björgvinsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2024.
Karl Friðleifur var lykilleikmaður í vörn Víkings sem hafnaði í öðru sæti í Bestu deild karla í bikarnum. Sömuleiðis spilaði hann stórt hlutverk í velgengni Víkings í Evrópu sem er kominn í umspil Sambandsdeildar Evrópu.
Selma Dögg er bæði lykilleikmaður og fyrirliði kvennaliðs Víkings sem náði stórkostlegum árangri í Bestu deild kvenna.