Leikurinn þar sem Rúrik skapaði sér sinn feril

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann skapaði sér sinn feril í þessum leik og fékk Suður-Ameríku með sér,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.

Hannes Þór, sem er fertugur, lagði skóna á hilluna haustið 2021 eftir afar farsælan feril þar sem hann var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og fór á tvö stórmót með liðinu.

Varð að stórstjörnu í Kína

Hannes Þór varð heimsfrægur þegar hann varði vítaspyrnu Lionels Messis á HM árið 2018 í Rússlandi en Rúrik Gíslason stal þó senunni í leiknum þegar hann kom inn á sem varamaður og fékk um leið milljónir fylgjenda, flesta frá Suður-Ameríku, á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Ég fékk Kína og heyrði mikið af því að þetta hafi verið stórt þar,“ sagði Hannes.

„Kvikmyndagerðamaðurinn sem varði frá Messi varð mjög stórt á samfélagsmiðlum þar og mörgum árum seinna fékk ég skilaboð frá fólki sem tengdist Kína. Þar var mér tjáð að ef ég hefði ákveðið að flytja til Kína þá væri ég eflaust hættur að vinna í dag,“ sagði Hannes meðal annars.

Viðtalið við Hannes Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka