Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur staðfest komu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur til félagsins.
Berglind lék síðast með Val en samningi hennar við félagið var rift í október og hafði hún verið án félags síðan.
Berglind, sem er 32 ára gömul, lék fyrsta meistaraflokksleikinn með Breiðabliki árið 2007, þá 15 ára, og lék með liðinu til 2010.
Eftir stopp í ÍBV kom hún aftur til Breiðabliks árið 2013 og var í röðum Breiðabliks til 2020, að undanskildu hálfu öðru ári í Fylki, en hún var lánuð til Hellas Verona á Ítalíu seinni hluta tímabilsins 2017 og PSV seinni hluta tímabilsins 2019.
Alls á hún að baki 203 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik, Val, Fylki og ÍBV þar sem hún hefur skorað 141 mark. Berglind er sjöunda markahæsta kona efstu deildar kvenna frá upphafi.
Þá á hún að baki 72 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 12 mörk.