Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrrum fyrirliði Fylkis í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, hefur samið við Þór/KA.
Eva Rut er 23 ára miðjumaður og hefur spilað síðustu fimm tímabil með Fylki. Hún var í lykilhlutverki þegar Fylkir lenti í öðru sæti í næstefstu deild og tryggði sér sæti í Bestu deild árið 2023.
Hún spilaði alla 21 leiki Fylkis í Bestu deild á tímabilinu og skoraði átta mörk en liðið féll.
„Við erum himinlifandi með að fá Evu til okkar í Þór/KA,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA í tilkynningu liðsins. „Eva er fjölhæf með mikla hæfileika og reynslu sem á eftir að smellpassa inn í okkar lið. Ég er sannfærður um að Eva á eftir að taka næsta skref á sínum ferli hérna hjá okkur ásamt því að gera liðið okkar enn betra. Þetta er mikill fengur fyrir okkur og við hlökkum mikið til að vinna með henni.“