Íslandsmeistarar fjórða árið í röð

Leikmenn og starfslið Ísbjarnarins fagna fjórða Íslandsmeistaratitlinum í röð í …
Leikmenn og starfslið Ísbjarnarins fagna fjórða Íslandsmeistaratitlinum í röð í gær. Ljósmynd/KSÍ

Ísbjörninn er Íslandsmeistari í futsal, innanhúsknattspyrnu, fjórða árið í röð eftir að hafa lagt Aftureldingu/Hvíta riddarann/Álafoss að velli, 6:5, í úrslitaleik í Safamýri í gær.

Leikið var á föstudag, laugardag og sunnudag og fóru undanúrslitin fram á laugardegi.

Í þeim hafði Ísbjörninn auðveldlega betur gegn Vængjum Júpiters, 11:3, og Afturelding/Hvíti riddarinn/Álafoss vann þægilegan sigur á KFR, 5:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert