Fyrirliðinn áfram hjá Þrótti

Ólafur Örn Eyjólfsson er fyrirliði Þróttar í Vogum.
Ólafur Örn Eyjólfsson er fyrirliði Þróttar í Vogum. Ljósmynd/Þróttur

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Örn Eyjólfsson hefur samið að nýju við Þrótt í Vogum og leikur áfram með liðinu á næsta tímabili.

Ólafur er fyrirliði Þróttarliðsins en hann hefur spilað með liðinu undanfarin tvö ár eftir að hafa komið frá HK þar sem hann á m.a. að baki 26 leiki í efstu deild.

Þróttur hefur einnig samið við Jón Kristin Ingason til tveggja ára en hann hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú ár en lék áður með HK og ÍR.

Þróttarar höfnuðu í þriðja sæti 2. deildar á síðasta tímabili og voru einu stigi frá því að tryggja sér sæti í 1. deildinni.

Jón Kristinn Ingason fagnar marki fyrir Þrótt í Vogum.
Jón Kristinn Ingason fagnar marki fyrir Þrótt í Vogum. Ljósmynd/Þróttur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert