Birna úr Breiðabliki í Þrótt

Birna Karen Kjartansdóttir er orðin leikmaður Þróttar.
Birna Karen Kjartansdóttir er orðin leikmaður Þróttar. Ljósmynd/Þróttur

Knattspyrnukonan Birna Karen Kjartansdóttir hefur gert þriggja ára samning við Þrótt úr Reykjavík. Hún kemur til félagsins frá Breiðabliki.

Birna, sem er fædd árið 2007, hefur leikið með Augnabliki í 1. og 2. deild undanfarin tvö tímabil, alls 22 leiki þar sem hún skoraði eitt mark.

Þróttur endaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert