Sóknarmaðurinn bestur í Vestmannaeyjum

Oliver Heiðarsson var bestur í Vestmannaeyjum árið 2024.
Oliver Heiðarsson var bestur í Vestmannaeyjum árið 2024. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Oliver Heiðarsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins hjá ÍBV í Vestmannaeyjum.

Oliver átti stóran þátt í að ÍBV vann 1. deildina með 39 stig í 22 leikjum og fór beint aftur upp í Bestu deildina eftir fall árið 2023.

Sóknarmaðurinn var markahæstur í deildinni með 14 mörk, einu marki meira en Omar Sowe hjá Leikni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert