Fyrirliðarnir fremstir í flokki

Jóhann Berg Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir.
Jóhann Berg Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Karítas og Arnþór

Landsliðsfyrirliðarnir Jóhann Berg Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir urðu efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, fyrir landsleikina sem spilaðir voru á árinu 2024.

Jóhann Berg fékk níu M í níu leikjum og fékk því eitt að meðaltali í leik. Hann fékk tveimur M-um meira en markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson og miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason sem komu næstir með sjö M.

Glódís fékk 13 M á árinu, þremur meira en Sveindís Jane Jónsdóttir sem varð önnur með tíu. Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir og miðjukonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir koma þar á eftir með sjö M hvor.

Fékk M í átta leikjum

Í leikjunum níu sem Jóhann Berg spilaði á liðnu ári fékk hann einu sinni tvö M og sjö sinnum eitt M. Hann lék aðeins einn leik á árinu þar sem hann fékk ekki M, en það var í tapinu gegn Tyrklandi á heimavelli, 4:2, í Þjóðadeildinni. Jóhann fékk tvö M gegn Svartfjallalandi á heimavelli í sömu keppni.

Hákon Rafn Valdimarsson spilaði alla leiki Íslands á árinu 2024. Í leikjunum tíu þar sem M-gjöfin var til staðar fékk Hákon einu sinni tvö M og fimm sinnum eitt M. Tvö fékk hann í útisigrinum á Svartfjallalandi í nóvember, 2:0.

Fimm sinnum tvö M

Í tíu M-gjöfum á liðnu ári fékk Glódís fimm sinnum tvö M og þrisvar eitt. Hún fékk tvö M í sigrinum á Serbíu á heimavelli í Þjóðadeildinni í byrjun árs og sömu einkunn fyrir frammistöðuna í heimasigrum á Póllandi og Þýskalandi og svo útisigri á Póllandi í undankeppni EM. Hún fékk einnig tvö M í jafntefli gegn Austurríki á útivelli.

Sveindís Jane lék einnig tíu leiki þar sem M-gjöfin var til staðar. Eins og Glódís fékk hún tvö M í sigrunum á Serbíu, Póllandi og Þýskalandi. Glódís fékk því alltaf tvö M þegar Sveindís fékk sömu einkunn. Sveindís fékk svo fjórum sinnum eitt M.

Umfjöllunina má lesa í Morgunblaðinu í dag og þar er M-gjöf landsliðanna 2024 í heild sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert