Þrír kraftmiklir og frábærir þjálfarar

Þorvaldur Örlygsson hefur ásamt varaformönnum KSÍ rætt við þrjá þjálfara …
Þorvaldur Örlygsson hefur ásamt varaformönnum KSÍ rætt við þrjá þjálfara í vikunni. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

„​Við erum ánægð með það sem við fengum út úr þessum viðtölum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, við mbl.is í kvöld.

Þá lauk viðtalstörn hans og varaformanna sambandsins, Inga Sigurðssonar og Helgu Helgadóttur, við þá þrjá sem helst koma til greina sem næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands.

Þau ræddu í dag við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, og í gær við Frey Alexandersson, sem síðast þjálfaði Kortrijk í Belgíu. Sá þriðji er erlendur þjálfari.

Hver um sig væri mjög góður kostur

„Það er trúnaðarmál hver sá aðili er, en þessir þrír þjálfarar eiga það sameiginlegt að vera kraftmiklir og frábærir einstaklingar sem hver um sig væri mjög góður kostur fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorvaldur.

„Við erum ánægð og stolt af því að hafa fengið að tala við þessa menn og erum ánægð með það sem kom út úr viðtölunum. Nú förum við vel yfir málin og tökum síðan næstu skref.

Þetta eru vissulega vinsælir menn sem eiga möguleika á öðrum störfum þannig að maður veit aldrei hvernig hjólin snúast,“ sagði Þorvaldur.

Ítarlegra viðtal við Þorvald um stöðu mála í ráðningarferlinu má finna í Morgunblaðinu föstudaginn 10. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert