Knattspyrnukonan Eyrún Vala Harðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fram.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir út keppnistímabilið 2026.
Sóknarmaðurinn er uppalinn hjá Breiðabliki en hún gekk til liðs við Fram fyrir síðasta tímabil og skoraði eitt mark í 12 leikjum með liðinu í 1. deildinni.
Fram hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili.