ÍBV hefur fengið knattspyrnumanninn Birgi Ómar Hlynsson til liðs við sig að láni frá Þór á Akureyri. Gildir lánssamningurinn út komandi tímabil, þar sem ÍBV er nýliði í Bestu deildinni.
Birgir Ómar er 23 ára gamall bakvörður sem hefur leikið allan sinn feril hjá Þór, alls 73 leiki í 1. deild þar sem hann hefur skorað eitt mark.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var þjálfari Birgis Ómars hjá Þór árin 2021 til 2023.
„Birgir Ómar er gríðarlega hraður varnarmaður sem er einnig með mjög góða boltameðferð. Hann hefur spilað bæði miðvörð og bakvörð á sínum ferli en við hugsum hann fyrst og fremst sem bakvörð í okkar liði,“ sagði Þorlákur í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.