ÍR endurheimtir markaskorara

Ívan Óli Santos er kominn í ÍR-búninginn á ný.
Ívan Óli Santos er kominn í ÍR-búninginn á ný. Ljósmynd/ÍR

Knattspyrnumaðurinn Ívan Óli Santos er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt ÍR á ný og hefur samið þar til tveggja ára.

Ívan Óli er 21 árs og spilaði fyrst 15 ára gamall með ÍR í 1. deildinni árið 2018. Hann fór til HK, var þar eitt ár, 2021, og spilaði þar sinn fyrsta og eina úrvalsdeildarleik til þessa.

Þaðan fór hann í Gróttu en sneri aftur til ÍR seinni hluta tímabilsins 2023 og hjálpaði liðinu upp í 1. deild með því að skora tíu mörk í tíu leikjum í 2. deildinni.

Ívan fór aftur í Gróttu fyrir síðasta tímabil en missti af því öllu eftir að hafa slitið krossband í hné áður en Íslandsmótið hófst.

ÍR-ingar komu verulega á óvart sem nýliðar í 1. deildinni í fyrra með því að ná fimmta sæti og komast með því í undanúrslit umspilsins þar sem þeir töpuðu naumlega fyrir Keflavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert