Fylkismaður á reynslu í Belgíu og á Kýpur

Stefán Gísli Stefánsson á æfingu með Westerlo í síðustu viku.
Stefán Gísli Stefánsson á æfingu með Westerlo í síðustu viku. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gísli Stefánsson, leikmaður Fylkis, æfir um þessar mundir á reynslu hjá Pafos á Kýpur eftir að hafa æft með Westerlo í Belgíu í síðustu viku.

Pafos er í öðru sæti efstu deildar Kýpur og Westerlo er í 13. sæti af 16 liðum í belgísku A-deildinni.

Stefán Gísli er 18 ára miðjumaður sem hefur mest leikið sem hægri bakvörður undanfarin ár. Í tilkynningu frá Fylki segir að að hann hafi spilað með U21-árs og U23-ára liði Westerlo í síðustu viku áður en Stefán Gísli hélt yfir til Kýpur.

Hann á að baki níu leiki fyrir Fylki í efstu deild og tvo bikarleiki en liðið leikur í 1. deild á komandi tímabili. Auk þess hefur Stefán Gísli spilað 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert