KA á Akureyri ætlar að stofna til stúlknamóts í knattspyrnu í sumar, fyrir 6. flokk, sem á að vera með sama sniði og mótin sem félagið hefur haldið fyrir stráka í 5. flokki undanfarin 38 ár.
Mótið fer fram í ágúst, helgina eftir verslunarmannahelgina, en strákamótið í 5. flokki fer jafnan fram snemma í júlí.
Þar með stefnir KA á að vera samstíga við ÍBV sem heldur jafnan mót fyrir 6. flokk drengja og 5. flokk stúlkna í júnímánuði ár hvert.