Valur fær ungstirnið úr Gróttu

Arnfríður Auður Arnarsdóttir í leik með Gróttu í 1. deildinni …
Arnfríður Auður Arnarsdóttir í leik með Gróttu í 1. deildinni síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnfríður Auður Arnarsdóttir, sextán ára knattspyrnustúlka úr Gróttu, hefur samið við Val til þriggja ára.

Þrátt  fyrir ungan aldur hefur Arnfríður verið í stóru hlutverki í liði Gróttu síðustu þrjú árin. 

Fjórtán ára gömul skoraði hún fjögur mörk fyrir liðið í sex leikjum í 2. deild og tvö undanfarin ár hefur hún skorað 16 mörk í 34 leikjum í 1. deildinni.

Þá hefur Arnfríður verið öflug með yngri landsliðum Íslands þar sem hún hefur leikið 17 landsleiki og skorað þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert