Víkingar tilkynna komu Atla Þórs

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum, og Atli Þór Jónasson.
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum, og Atli Þór Jónasson. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnumaðurinn Atli Þór Jónasson er genginn til liðs við Víking úr Reykjavík.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Atli Þór, sem er 22 ára, kemur til félagsins frá HK þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. 

Hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum fyrir HK í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og var annar tveggja markahæstu leikmanna Kópavogsliðsins. 

Alls hefur hann skorað átta mörk í 40 leikjum í efstu deild en hann er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði.

Atli er þriðji ís­lenski leikmaður­inn sem Vík­ing­ar fá í vet­ur en áður höfðu þeir fengið Daní­el Haf­steins­son og Svein Mar­geir Hauks­son frá KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert