Knattspyrnumaðurinn Atli Þór Jónasson er genginn til liðs við Víking úr Reykjavík.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Atli Þór, sem er 22 ára, kemur til félagsins frá HK þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.
Hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum fyrir HK í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og var annar tveggja markahæstu leikmanna Kópavogsliðsins.
Alls hefur hann skorað átta mörk í 40 leikjum í efstu deild en hann er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði.
Atli er þriðji íslenski leikmaðurinn sem Víkingar fá í vetur en áður höfðu þeir fengið Daníel Hafsteinsson og Svein Margeir Hauksson frá KA.