Víkingar sektaðir vegna ólöglegs leikmanns

Stígur Diljan Þórðarson ásamt Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi.
Stígur Diljan Þórðarson ásamt Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað Víking í Reykjavík um 60 þúsund krónur fyrir að tefja fram ólöglegum gegn KR á Reykjavíkurmóti karla í gærkvöld.

Stígur Diljan Þórðarson, sem er kominn til Víkings frá Triestina á Ítalíu, tók þátt í leiknum en hann er ekki orðinn löglegur með liðinu.

Í Reykjavíkurmóti eru lið sektuð í samræmi við reglugerð KSÍ um deildabikarinn en þar eru lið sem mæta ólöglega skipuð til leiks sektuð um 30 þúsund krónur og að auki 30 þúsund krónur fyrir hvern ólöglegan leikmann.

KR vann leikinn 5:2 og þar með breytast úrslitin ekki en að öðrum kost telst viðkomandi lið hafa tapað leiknum 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert